torsdag den 19. juli 2007

jæja...

sæl og blessuð...ég og hólmurinn erum alveg fáranlega lélegir bloggarar en við reynum nú að koma með eitthvað núna á næstunni....það sem er búið að vera í gangi síðan síðast er að Hullie Mac kom í heimsókn í 4 daga sem var nice...ýmsir gullmolarnir sem koma uppúr henni...eins og Du er gegosting....og ég vil bara vera frjáls eins og fuglinn er....heheh....en svo er það bara að ég er að vinna í Topshop í Illum á strikinu og Hófí er í hreingerninga bransanum og stendur sig eins og hetja...það er rétt byrjað að létta til en það er búið að vera alveg hreint ausandi rigning hérna í mest allt sumar...en núna er búið að vera sól og um 25-29 stiga hiti....sem er feitt....
Magga , Elín og Guðrún Helga(Duddi) komu hérna og gistu hjá okkur fyrir og eftir Hróa og það var mega nice að fá feitabollurnar í heimsókn. Hrói var óneitanlega sjúklega skemmtilegur og það var ekki verra að ég átti afmæli á lokadeginum. Rigning og subb en það var samt sjúklega gaman.

Best of Hróa
fiski fjæs-med rigtig smag af fisk, sem er einskonar danskt bónus fishermanfriends
fiski fjæs í smettið var vinsælt.
að fá eitthvað í smettið var mjög gott.
Teitur í heitum dansi-helst með Pésa frænda.
Leifur að taka dansspor er eitthvað það besta sem ég hef séð
Haffi var held ég sveittasti maðurinn með mottuna og skítuga hárið
Drullan uppá hnjám
Duddi að kúast-alltaf útaf öllu
sveitur matur
Teitur að bjóða grænmetisætu burger í smettið með öðrum orðum "fáðu þér smá belju í smettið, þú hefur gott af því"
Hópspoon á kvöldin þar sem mikið af tjöldunum voru blaut var vel þjappað í tjöldin og tekið gott spoon.
Atli og ógeðslegi bambushatturinn
verið að þvo vininn í vaskinum
og magga að öskra á gunna fyrir að koma með gest
Fólk að verða meyrt á tónleikum
fólk að verða meyrt á afmælisdaginn sinn og gráta úr gleði...eins og það var orðað svo vel af Teiti
"djöfull fékkstu kærlighed beint í smettið"
með öðrum orðum Hróaskelda var geðveik!!

eftir hróa erum við mestmegnis bara búnar að vera tjillandi og vinna, Íbbi og Raggi komu til Köben og við kíktum á djammið með þeim og kynntumst ótrúlega skemmtilegum stelpum sem voru hérna á sama tíma. Það var tekið grimmt photobooth grín í því partýi sem er smart..ekki?
Íbbi er heimsmeistari í lélegu en samt fyndu gríni og mjólka það svo grimmt...en það er bara gaman...en það var frábært að hitta þá og aldrei leiðinleg stund með þessum steikhausum.
Núna eru Doddi, Jeff og Jói nýkomnir og verða hérna í 17 daga eða eitthvað...það verður tekið eitthvað skemmtilegt með þeim.... en núna nenni ég ekki meir

endilega kvittiði fyrir ykkur á síðunni...annars held ég bara að Maggi og Gílsi séu einu sem skoða þetta blogg...

en jamm vi ses!

lørdag den 16. juni 2007

Halló Köben

Jæja þá erum við staddar í Köben og í ég verð að segja einni steiktustu íbúð sem þessi borg hefur uppá að bjóða. Sturtan er inní svefnherberginu okkar, klósett hurðin er biluð þannig að við gerum í rauninni allt saman. Það ber kannski að nefna að hún er líka staðsett í hliðargötu frá Istergade sem er frekar shaky gata og allt útí mellum og rónum, það er einmitt svona félagsíbúð á horninu þar sem mellurnar sofa á nóttunni og það getur verið allskonar skrítið fólk þar. En það er samt ógeðslega fyndið stundum. Það er ekki neitt til þannig að við erum grimmar að grilla okkur brauð í ofninum og steikja kjúkling í potti með kaffli af því að það er ekki til panna. En á einhvern skríngilegan hátt er þetta allt saman mjög kósý. við komumst reyndar að því í gær að við erum ömulegar að elda þar sem við skaðbrenndum frozen pizza, sem ég held að sé eitthvað heimsmet. Það var sjúklega heitt hérna fyrstu daganna og við vorum grimmar í því að labba um og reyna worka smá tan, og ég fékk trukka/hlýrabola far og við fengum báðar sandalafar sem er ekkert nema heitt skal ég segja ykkur!! Annars erum við fátt búnar að gera nema bara detta í öl hér og þar að reyna kynnast fólki og læra á borgina. Og hingað til hefur það bara gengið vel. Það er búið að bjóða okkur vinnu á einum bar og búnar að kynnast aðeins fólki.

Hösl í Köben;

á fyrsta djamminu okkar í köben lennti ég semsagt í þessu;

gaurinn;viltu dansa?
solla; nei takk, mér er svo heit....
gaurinn; ok, ....kemur svo með klaka og hendir á milli brjóstanna á mér og brosir....
ég tók klakann og nelgdi honum í gólfið fokkaði á hann og sagði honum að drulla sér í burtu
honum brá svo mikið að ég skildi ekki bara skella mér í faðm hans og vilja detta með honum heim.
svona er maður útúr höslinu hérna í Köben

Brjálaður Punjabii!!

við vorum semagt að labba á Istergade þegar að ég finn eitthvað blautt á fætinum á mér og þegar að ég lít niður þá er fokking hráka á legnnum á mér. ég leit við og sjá svona 10 ára gamlan punjabii og þegar að ég var búin að snúa mér við þá rauk hann galvaskur að mér og kleip í píkuna á mér?!?!?!?!....ég reyndi að skvetta á hann vatni eins og hálfviti í staðin fyrir BARA eitthvað annað....ég meina hvað gerir maður svosem í þessum aðstæðum?

Ég hef nú alltaf verið þekkt fyrir að vera svolítið seinheppin en ég meina COMMON!

Klikkaða mellan!

Það var eitt kvöldið þegar að við sátum hérna í okkar mestu makindum inní stofu að drekka bjór, þegar einhver brjáluð kona var að öskra á millijón á einhvern kall og grínlaust í svona klukkutíma....það var sko fólk komið útí glugga að segja henni að halda kjafti og þá byrjaði hún að öskra meira....og röddin á henni er eins og samblanda af hýenu og hásu ljóni þannig að þið getið ýmindað ykkur hvað þetta var fyndið. Svo stuttu eftir að hún hættir að öskra kannski svona 30 mín seinna heyrum við hana syngja ole ole ole sönginn skrollandi niður götuna....
Svona getur hverfið okkar verið skrautlegt;)


en meira hef ég ekki að segja ykkur í bili....

-sollan

p.s minni á myndirnar okkar sem eru á www.flickr.com/photos/hnullarnir við reynum að bomba inn einhverju skemmtilegu eins oft og við getum;)